Samvinna SERES og Huawei yfir landamæri

Seres SF5 er rafbíll í sportjeppastíl sem að sögn framleiðanda getur komist allt að 483 km

Seres SF5 var þróaður sem sportjeppi (SUV) í takti við kröfur nútímans. Útkoman ber smekk og fagmennsku hönnuða og verkfræðinga DFSK fagurt vitni, enda hefur Seres SF5 nútímalegt, glæsilegt og stílhreint útlit.

Eftirtektarverðustu útlitseinkenni Seres SF5 eru Sigma-LED-DRL-framljósin, en lögun þeirra minnir á rafmagnsleiftur, og demantalaga grillið. Að aftan lýsa líka díóðuljós, sem mynda heila lýsandi línu þvert yfir afturhlerann og lítur listrænt út.

Annað sem er einstakt við útlitshönnun Seres SF5 eru innfelld hurðahandföng. Handfangið lyftist sjálfkrafa þegar snjalllyklaberinn kemur í innan við eins metra fjarlægð frá bílnum. Ef engin hreyfing er í 30 sekúndur mun hurðarhandfangið leggjast aftur niður og bíllinn læsast.

Glæsilegt útlit Seres SF5 er síðan kórónað með 20 tommu stórum sportlega hönnuðum álfelgum, sem koma frá verksmiðju á 255/45 Pirelli P Zero-gæðahjólbörðum sem almennt eru gerðir fyrir sportbíla.

Rafmótorar Seres SF5 skila nægu afli til að veita skemmtilega og áreiðanlega aksturstilfinningu við allar aðstæður. Aflið er yfirdrifið, sem og snerpan og viðbragðið í akstri – en samt er hann umhverfisvænn.

Bíllinn er búinn sídrifi á öllum hjólum, með sinn öfluga rafmótorinn á hvorum öxli. Mótorinn sem drífur framhjólin er af gerðinni SEP200AC og skilar 255 kW afli, í afturöxlinum vinnur 150 kW mótor – saman skila báðir mótorar því 405 kW afli, sem samsvarar 550 hestöflum.

Opinber prófunargögn sýna að hröðun Seres SF5 úr 0 í 100 kílómetra á klukkustund tekur aðeins 4,7 sekúndur, sem samsvarar hröðun alvöru sportbíls.

SERES SF 5

Seres SF5 er búinn úrvali akstursstillinga og stuðningi við hin ýmsu rafrænu hjálpartæki ökumanns. Ökumaður getur valið 5 akstursstillingar, 4 ferðastillingar, 3 stýrisstillingar og 2 hemlunarstillingar sem henta akstursstíl hvers og eins.

Seres SF5 er búinn ógleymanlegri „snjallupplifun“. Bíllinn býður upp á ýmis þægindi sem og örugga og skemmtilega ferðaupplifun með hjálp þeirrar margvíslegu háþróuðu tækni sem bíllinn er búinn.

Þannig býður Seres SF5 uppá nýja akstursupplifun í gegnum nýja Smart Engine Start/Stop-kerfið. Bíllinn slekkur sjálfkrafa á sér án þess að ökumaður ýti á neinn takka. Ökumaðurinn sest einfaldlega í sætið og spennir öryggisbeltið til að ræsa bílinn sjálfkrafa og ökumaðurinn fer einfaldlega út úr honum til að drepa á.

Í umferðinni nýtur ökumaður einnig stuðnings stórs 12,3 tommu-snjallskjás. Þessi skjár er tengdur við stjórntölvu bílsins sem sýnir upplýsingar um öll kerfi bílsins, spilar tónlist eða leiðsegir ökumanni eftir þörfum. Nokkrir aukaskjáir eru líka í þægilegri augsýn ökumanns, sem hann getur valið hvaða upplýsingar birtast á, s.s. hraði, reiknuð drægni o.fl.

Akstursöryggið er enn fremur hámarkað með háskerpu aksturupplýsinga-skjávarpa (Head Up Digital-skjá). Með vörpun upplýsinganna upp í framrúðuna þarf ökumaður ekki að taka augun af veginum í akstri.

Fyrir þægindi farþega er 17-tommu afþreyingar-spjaldtölva í miðjustokknum. Þessi tölva er með snertiskjá og lýtur líka raddstýringu, styður þráðlausa hleðslu, hinar ýmsu stafrænu tengistillingar og mynd- og hljóðspilun.

Nýjasta tæknin í þessum bíl er HICar sem stendur fyrir Huawei Intelligence Car. HICar er leið til að tengja farsíma beint við kerfi bílsins, en virkni þess er svipuð og CarPlay. HICar er ætlað að auka öryggi þannig að tenging valdi ekki truflun við önnur tæki, snjalltenging sem gerir það að verkum að farþegar þurfa aðeins að tengja snjallsímann sinn einu sinni og svo framvegis.

Með því að snjallsímatengjast eigin kerfi bílsins er tenging ökumanns við Seres SF5 enn fullkomnari. Bíleigendur geta virkjað fjölda eiginleika til að greina ástand bílsins með því einu að opna forritið (appið) sem þegar er tiltækt.

Akstursaðstoðarkerfin í Seres SF5 eru háþróuð, en þau eru öll samtengd í gegn um SERES Pilot Safe Driving Intelligent Assistant System. Þetta er nýjasta kynslóð akstursgreinandi snjallkerfis sem byggir á notkunarvenjum og notkunarskilyrðum með akstursþægindi og -öryggi í fyrirúmi.

Alls sextán skynjarar hringinn í kringum bílinn mata SERES Pilot Safe Driving Intelligent Assistant System stöðugt á upplýsingum sem gerir það m.a. mögulegt að lesa ástand vegarins og hjálpa til við nákvæmni í akstri.

SERES Pilot Safe Driving Intelligent Assistant System samanstendur af akreinaskiptahjálp, akreinaskiptaviðvörun, viðvörun um að hliðarhurð sé opin, sjálf-aðlagandi skriðstilli, sjálfvirka neyðarhemlun, umferðarteppuaðstoð, viðvörun um þverumferð fyrir aftan bíl, 360-gráðu-myndavélasýn og fleira.

Framsætin eru sportleg og aðsniðin með innbyggðri loftræstingu, sætishita og nuddi. Snjöll minnisstilling á rafdrifnum sætunum gerir það líka þægilegra og auðveldara að komast inn og út úr bílnum.

 

SERES og Huawei deila sömu sýninni á nýsköpunarsnilld og notagildi, þar sem unnið er í sameiningu samkvæmt slagorðinu „Viðskiptavinurinn í fyrsta sæti, gæði framar öllu“.

Rafmagnsakstur er framtíðin. Rafknúnir bílar krefjast nýs akstursmáta. Kostir öflugra rafgeyma og rafmótors, ásamt ódýrri og endurnýjanlegri „eldsneytisáfyllingu“, gera rafknúin farartæki að samgöngulausn framtíðarinnar.

.

o Minna viðhald en eldsneytisvél/brunahreyfill

o 8 ára ábyrgð | 150.000 km

o Snörp hröðun

o Betra fyrir umhverfið

o „Tankið“ heima

o Ódýrari en hefðbundnar eldsneytisvélar

·         Er rafbíll dýrari en bensín- eða díselbíll?

Kaupverð rafbíls er að jafnaði hærra en eldsneytisbíla, en raforkuverð á hvern ekinn kílómetra er mun lægra en á bensíni eða dísilolíu. Því meira sem þú keyrir, því ódýrara verður það (í samanburði). Besta leiðin til að bera saman kostnað bíla er að miða við heildarkostnað (TCO): kostnaður bílsins reiknaður yfir allan líftíma hans. Heildareignarkostnaður tekur einnig mið af tryggingum, sköttum, endursöluverðmæti og rekstrarkostnaði, svo sem dekkjum, eldsneyti og viðhaldi. Ef þú hleður heima eða í vinnunni er rafmagn mun ódýrara en bensín eða dísel. Og þeir sem eru með sólarrafhlöður aka enn ódýrar. Það sem meira er, rafbíll þarf minna viðhald – til dæmis engin vélarolíuskipti eða pústviðgerðir.

.

·         Hvað hefur áhrif á drægni rafbíls?

Drægni rafbíls er mismunandi eftir gerðum en fer að miklu leyti eftir fjórum þáttum:

 • Stærð rafhlöðunnar: magn rafmagns sem rafhlaða getur geymt er gefið upp í kílóvattstundum. Þetta er kallað afkastageta. Afkastagetan fer eftir stærð rafhlöðunnar. Stór rafgeymastæða geymir meiri orku en minni rafgeymar. Það er líka orkuþéttleiki. Þetta er sambandið á milli afkastagetu og stærðar rafgeymanna. Þróun rafhlöðutækninnar á síðustu árum hefur bætt orkuþéttleikann umtalsvert, og má vænta þess að hann batni mikið enn með þróun tækninnar. Þannig þarf minni rafhlöður til að geyma sama magn af rafmagni.
 • Veðurskilyrði: Í sumarhita með loftkælingu og á veturna með miðstöðina á er líklegt að drægni rafbíls sé 10-20% minni. Útihitastigið hefur áhrif á rafhlöðuna, sem einnig þarf að eyða orku til kælingar eða upphitunar; allar rafhlöður eiga sér kjörhitastig, sem þær virka best á (oftast á bilinu 10-25°C)
 • Aksturslag: Mjúkt og hófsamt aksturslag hefur jákvæð áhrif á drægni. Snörp hröðun og hraður akstur eyðir miklu meiri orku.

Tegund vega: Á hægari borgar- eða bæjarvegum er rafmagnseyðsla rafbíls miklu minni en á þjóðveginum, þannig að þú getur keyrt fleiri kílómetra. En í þjóðvegaakstri munar líka miklu fyrir dræpnina hvort ekið er á 90 km/klst. eða 110 km/klst. Ef landslagið er fjöllótt hefur það að sjálfsögðu líka áhrif.

·         Hvers vegna er akstur á rafbíll betri fyrir umhverfið?

Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að rafbíll er betri fyrir loftslagið en sambærilegur dísel-eða bensínbíll. Sá bíll sem er bestur fyrir loftslagið er sá sem losar minnst af koltvísýringi.

 • Framleiðsla rafbíls losar meira CO2 en eldsneytisbíll, aðallega vegna framleiðslu rafhlöðunnar. Hins vegar er þessi losun koltvísýrings mjög mismunandi eftir því hvernig raforka er notuð í framleiðslunni (þ.e. hvort hún er endurnýjanleg eða fengin t.d. úr kolaorkuveri).
 • Þegar rafbíll hleður er losun koltvísýrings breytileg eftir því hvernig rafmagnið er framleitt. Grænt rafmagn (vatns-, jarðhita-, sólar-, vindorka) losar ekki CO2, grátt rafmagn (gas, olía, kol….) gerir það. Á Íslandi er eingöngu framleidd „græn“ raforka.
 • Við akstur losar rafbíll alls engan koltvísýring á meðan bensín- eða dísilbíll gefur frá sér töluverðan útblástur (sem inniheldur líka ýmis fleiri mengandi efni) vegna brennslu dísilolíu eða bensíns í vélinni.

Á heildina litið er rafbíllinn ótvírætt loftslagsvænsti kosturinn. Þegar kemur að CO2 eru rafbílar 3 sinnum hreinni þegar þeir eru knúnir „gráu“ rafmagni og jafnvel 5 sinnum hreinni þegar þeir ganga fyrir grænu rafmagni. Í framtíðinni verður meira af grænu rafmagni framleitt út um allan heim.

·         Hvað gildir ábyrgðin lengi?

Með SERES færðu 8 ára eða 150.000 km ábyrgð á mikilvægasta hluta rafbíls, drifrafhlöðunni. Þannig að þú getur treyst á að rafhlaðan skili sínu í átta ár, með tryggingu.

 

·         Hvernig virkar rafdrif?

Þegar rafbíll er ræstur tekur straumbreytirinn við rafmatninu úr rafhlöðunum og sendir hann áfram í rafmótorinn. Rafmótorinn breytir svo raforkunni í vélræna orku sem síðan knýr hjól bílsins áfram.

 

· Hvað er endurnýting hemlaorku?

Það sem er mest einkennandi við akstur rafbíla og er frábrugðið akstri hefðbundinna eldsneytisbíla er að stór hluti hemlunarorkunnar nýtist til að hlaða rafmagni aftur inn á drifrafhlöðuna. Þetta er kallað endurnýting hemlaorku, eða stundum einfaldlega mótorbremsa (það eru rafmótorarnir sem geta bæði eytt raforkunni af rafgeymunum, en líka breytt hemlunarorku í rafmagn og hlaðið þannig rafmagni til baka inn á rafhlöðurnar). Þessu má nánar lýsa svona: Rafmótorinn nýtir skriðþunga ökutækisins til að endurheimta orku sem annars myndi tapast í bremsudiskana sem hiti. Þetta er frábrugðið hefðbundnu bremsukerfi, þar sem umfram hreyfiorku er breytt í óæskilegan og sóaðan varma vegna núnings í bremsum. Auk þess að bæta heildarorkunýtni bílsins getur endurnýting hemlaorku lengt endingartíma bremsukerfisins verulega þar sem slithlutirnir – bremsudiskarnir og -klossarnir – slitna ekki eins hratt.

 

 • Heima – ertu með þitt eigið bílastæði við heimili þitt? Þá geturðu látið setja upp hleðslustöð heima hjá þér. Slík hleðslustöð kemur oft með eigin hleðslusnúru („rana“) þannig að þú getur auðveldlega tengt hana við bílinn þinn.
 • Í vinnunni – er hleðslustöð í vinnunni þinni? Notaðu hleðslusnúruna sem fylgir bílnum þínum.
 • Á hraðhleðslustöð – Það er auðvitað æskilegt að komast eins fljótt og auðið er aftur af stað eftir að stoppað er á hleðslustöð. Sem betur fer eru til hraðhleðslustöðvar, og þeim fjölgar stöðugt. Hér tekur það aðeins 20 til 40 mínútur að endurhlaða rafhlöðuna upp í um 80% hleðslu. Það mun spara nokkrar klukkustundir miðað við venjulegar hleðslustöðvar.
 • Í hverfinu þínu – átt þú ekki möguleika á að hafa hleðslustöð heima hjá þér eða ertu á ferðalagi? Þá geturðu nýtt þér almenna hverfishleðslustöð í hverfinu þínu eða á almenningsbílastæði.

· Hvað tekur langan tíma að hlaða?

Hversu hratt er hægt að endurhlaða rafhlöðuna í þínum bíl fer meðal annars eftir stærð drifrafhlöðunnar og tæknibúnaði. Tegund hleðslustöðvar hefur einnig áhrif á hversu fljótt rafhlaðan þín fyllist aftur. Eins og áður hefur komið fram gefur venjuleg hleðslustöð riðstraum. Á hraðhleðslustöðvum er hlaðið með jafnstraumi og hærri spennu. Þá hleðst rafhlaðan mun hraðar.

 

· Eru rafbílar öruggari í umferðinni?

Allar nýjar bílategundir sem koma á markaðinn þurfa fyrst að standast alls kyns öryggispróf. Þessar kröfur eru gerðar samkvæmt lögum með árekstrarprófum, sem í Evrópu kallast NCAP-próf. Rafbílar hafa náð góðum árangri í þessum prófum og því að minnsta kosti jafn öruggir og dísil- eða bensínbílar.

 

· Hverjir eru kostir liþíum-fosfat rafhlaðna eins og eru í SERES-bílum?

o Ofurhröð hleðsla

o Engin takmörkun á því hve oft rafhlaðan er aðeins hlaðin að hluta

o Langur líftími

o Löng framleiðandaábyrgð upp á 7 ár / 10.000 klukkustundir

o Stöðugari og öruggari

o 100% viðhaldsfrí

o Umhverfisvæn

o Flókin hleðslustöð er ekki nauðsynleg, heimilisinnstunga dugar líka.

.

·         Hve sjálfbær er rafbílaakstur?

Rafknúinn akstur er sjálfbærasta og hagkvæmasta leiðin til aksturs. Ólíkt venjulegum eldsneytisbílum losa SERES rafbílar hvorki CO2 né nitur (köfnunarefni) við akstur. Hleðsla rafbíls notar líka grænt rafmagn. Auk þess er hægt að endurvinna eða endurnýta marga hluta SERES rafbílanna við framleiðslu nýrra rafbíla. Í stuttu máli má segja að rafakstur sé sjálfbærasta leiðin til aksturs um þessar mundir.

 

 • Virk akstursaðstoð
 • Blindabletts-viðvörun
 • Snjall-skriðstillir með sjálfvirkri fullhemlunarvirkni
 • Sjálfvirk akreinaskipti
 • Greining á rauðu ljósi
 • Sjálfvirkt borin kennsl á hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur
 • Árekstursviðvörun að framan með neyðarhemlavirkni
 • Leggur sjálfvirkt í stæði

 

Gerð yfirbyggingar og mál

Gerð

Sportjeppi

Lengd

4710 mm

Breidd

1930 mm

Hæð

1620 mm

Hjólhaf

2,875 mm

Hæð undir lægsta punkt

1620 mm

Eigin þyngd

2360 kg

Litir

Deep Ocean Blue, Charcoal Black, Pearl White and Titanium Silver Grey

Vél og drifbúnaður

  

Stærð drifrafhlöðu

35 kWh

Rafmótor

255 kW 

Hestöfl, samanlagt afl

550 hö

Togkraftur

820 Nm

Skipting

Sjálfskipting

Hleðslutími

6 klst.

Drifrás

4×4

Drægni

483 km

Hámarkshraði

200 km/klst

  

Hemlar

Framan

Diskar, loftkældir

Aftan

Diskar, loftkældir

Fjöðrun

Framan

Tvöföld þríhyrningsfjöðrun, sjálfstæð

Aftan

Fjölliða, sjálfstæð

Öryggisbúnaður

Hemlunaraðstoð, gripstýring, sjálfvirkur skriðstillir, hæg-umferðaraðstoð, akreinaaðstoð, árekstrarviðvörun framan

.