Þann 1 júní var gengið frá samningum við okkur um að selja tæki og búnað fyrir Ístak hf í Noregi. Nýr starfsmaður var ráðinn sérstaklega í það verkefni sem heitir Dagur Indriðason.
Dagur hefur verið búsettur í Noregi síðastliðinn 4 ár og er því vel í stakk búinn til að takast á við verkefni á erlendri grundu. Hann hefur víðtæka þekkingu af rekstri og þjónustu og bjóðum við hann velkominn til starfa.
Ístaki hf þökkum við þann heiður sem okkur er sýndur að þjónusta þá og hlökkum til spennandi samstarfs.